18. mar. 2017
Freydís Halla Einarsdóttir keppti í gær á svigmóti sem er hluti af Norður-Ameríku álfubikarnum. Á heimsvísu eru fimm álfukeppnir og eru þær næst sterkustu mótaraðirnar í skíðaheiminum á eftir heimsbikarnum.
14. mar. 2017
Síðasta keppnisgreinin á HM unglinga fór fram fyrr í dag en mótið fer fram í Åre í Svíþjóð. Keppni dagsins var svig drengja og tóku báðir íslensku drengirnir þátt og stóðu sig vel.
14. mar. 2017
Áfram heldur Sturla Snær að gera góða hluti í Kanada. Í dag keppti hann á stórsvigsmóti í Georgian Peaks og endaði í 3.sæti og fékk því bronsverðlaun.
14. mar. 2017
Keppni á HM unglinga í alpagreinum hélt áfram í gær. Tvöfaldur keppnisdagur var í gær en þá var keppt í stórsvigi drengja og svigi stúlkna.
13. mar. 2017
Bikarmót í skíðagöngu var haldið á Hólmavík dagana 10.-12. mars, vegna snjóleysis í Selárdal var mótið haldið á Þrökuldum.
12. mar. 2017
Íslensku keppendurnir á HM unglinga í alpagreinum hófu keppni í dag. Að þessu sinni fer mótið fram í Åre í Svíþjóð og í dag var keppt í stórsvigi stúlkna.
12. mar. 2017
Fyrr í dag sigrað Sturla Snær Snorrason alþjóðlegt FIS mót í svigi sem fram fór í Devils Glen í Kanada.
11. mar. 2017
Keppni hjá okkar keppendum á HM unglinga í alpagreinum hefst á morgun. Keppt verður í stórsvigi kvenna og fer keppni fram í heimsbikarbakkanum í Åre.
10. mar. 2017
Undanfarna tvo daga hafa lokamót NCAA, bandarísku háskólamótaraðarinnar farið fram. Freydís Halla Einarsdóttir vann sér inn þátttökurétt en einungis 34 bestu konurnar í Bandaríkjunum fengu þátttökurétt.
10. mar. 2017
Í dag hófst keppni á "Alpecimbra FIS Children Cup" (áður Topolino) sem fram fer á Ítalíu.