Í dag hófst keppni á "Alpecimbra FIS Children Cup" (áður Topolino), en mótið fer fram á Ítalíu. Hópurinn fór að utan á mánudaginn og hefur verið við æfingar á mótsstað síðan þá. Tíu keppendur og þrír þjálfara skipa íslenska hópinn. Eins og áður segir hófst keppni í dag með svigi hjá U16 og stórsvigi hjá U14.
Svig - Stúlkur U16
40. Fríða Kristín Jónsdóttir
44. Embla Rán Baldursdóttir
49. Nanna Kristín Bjarnadóttir
Svig - Drengir U16
37. Helgi Halldórsson
49. Andri Gunnar Axelsson
Guðni Berg Einarsson lauk ekki keppni.
Stórsvig - Stúlkur U14
24. Ólafía Elísabet Einarsdóttir
37. Hildur Védís Heiðarsdóttir
Stórsvig - Drengir U14
35. Örvar Logi Örvarsson
41. Markús Loki Gunnarsson
Heildarúrslit í öllum flokkum má sjá hér.
Á morgun er seinni keppnisdagurinn og þá keppir U14 í svigi kl.8:30 á meðan U16 keppir í stórsvigi kl.9:00. Hérna verður hægt að sjá beina útsendingu frá mótinu á morgun.