Fyrsta lyftan í Oddsskarði var tekin í notkun 1980. 1990 var önnur lyfta tekin í notkun, lyfta sem tekur við þar sem lyftu frá 1980 sleppir. Þar með var komin samfelld 1257,9 metra lyfta, þ.e. ferð með lyftunni byrjar í 513 metrum yfir sjávarmáli og þegar komið er upp á topp er viðkomandi kominn í 840 metra hæð yfir sjávarmáli. 1986 var tekin í notkun toglyfta í barnabrekku. Ný barnalyfta var tekin í notkun 1999 og leysti hún af hólmi gömlu toglyftuna. Barnabrekkan kallast nú Sólskinsbrekka enda nýtur sólar þar fyrst á morgnana.
Skíðaskálinn var byggður árið 1986. Í skálanum er veitingasala og hægt er að fá gistingu í svefnpokaplássi fyrir allt að 35 manns í einu. Troðari var fyrst notaður á svæðinu 1988 og svæðið var flóðlýst 1994. Skíðasvæðið er viðurkennt af FÍS, alþjóða skíðasambandinu og leyfilegt er að halda alþjóðleg skíðamót á svæðinu.
Nánari upplýsingar má finna inná heimsíðu svæðisins.