2.b.1. Koma fram fyrir hönd ÍSÍ á sviði skíða- og snjóbrettaíþróttarinnar.
2.b.2. Stuðla að auknum skilningi á málefnum sambandsins.
2.b.3. Stuðla að góðri samvinnu aðildarfélaga.
2.b.4. Ráðstafa mótum til aðildarfélaga.
2.b.5. Leggja fram erindisbréf til fastanefnda.
2.b.6. Gefa út reglur um keppnir, hafa yfirumsjón með framkvæmd þeirra og sjá um útgáfu keppnisleyfa.
2.b.7. Standa að kynningar- og útbreiðslumálum.
2.b.8. Leitast við að jafna ágreining er upp kann að koma á milli aðildarfélaga. Sambandið skal þó ekki hafa þar úrskurðarvald nema að ósk beggja aðila.
2.b.9. Fara með aðild Íslands að FIS, IBU og WSF sem og að öðru alþjóðlegu samstarfi.
Málefnum SKÍ er stjórnað af:
Reikningsár SKÍ er almanaksárið. Skoðaðir reikningar skulu liggja fyrir fyrsta maí ár hvert.
Skíðaþing skal halda að hausti ár hvert, en þó aldrei síðar en 30. nóvember. Boða skal til þess með auglýsingu og/eða tilkynningu með minnst eins mánaðar fyrirvara. Fundarboð skal senda aðildarfélögum SKÍ. Laga- og reglugerðarbreytingar ásamt öðrum málefnum sem taka á fyrir á þinginu skulu berast stjórn SKÍ í síðasta lagi þremur vikum fyrir þingið. Á skíðaþingi (árið fyrir kosningar) skal kjósa þriggja manna kjörnefnd sem starfar til loka næsta þings. Tilkynningar um framboð í stjórn skal berast kjörnefnd eigi síðar en þrem vikum fyrir skíðaþing. Hafi ekki nægilegur fjöldi gefið kost á sér á þeim tíma, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn enda sé það tryggilega tilkynnt aðildarfélögum. Hafi, þrátt fyrir það, eigi borist næg framboð skal kjörnefnd hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða. Eigi síðar en tveimur vikum fyrir þingið skal senda aðildarfélögum skriflegt fundarboð; síðara fundarboð, með dagskrá og upplýsingum um tillögur, framboð og mál sem leggja á fyrir þingið. Þingið getur þó tekið fyrir mál borin upp með skemmri fyrirvara að fengnu samþykki ⅔ hluta þingfulltrúa.
Skíðaþing hefur æðsta vald um málefni SKÍ. ÍSÍ skal staðfesta samþykktir þess um sérgreinamálefni, enda brjóti þær ekki í bága við lög ÍSÍ og FIS. Hvert aðildarfélag getur sent fjóra fulltrúa á skíðaþing en fær úthlutað atkvæðum á skíðaþing eftir skráðum iðkendafjölda sínum, þannig að fyrir:
Iðkendur |
Atkvæði |
1-40 |
1 |
41-90 |
2 |
91-160 |
3 |
161 og fleiri |
4 |
Aðildarfélög skulu vera skuldlaus við SKÍ þegar þingið hefst til að halda atkvæðisrétti. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum. Lagabreytingatillögur þarf þó að samþykkja með ⅔ greiddra atkvæða til að lög öðlist gildi. Fulltrúar atkvæða skulu tilgreindir á kjörbréfi frá viðkomandi aðildarfélagi og skal skila inn kjörbréfum við upphaf þinghalds. Leyfilegt er að einn fulltrúi fari með öll atkvæði viðkomandi aðildarfélags. Aðeins sá sem er félagi aðildarfélags er kjörgengur fulltrúi þess á skíðaþingi. Skíðaþing er lögmætt ef löglega hefur verið til þess boðað.
Á skíðaþingi hafa einungis tilgreindir fulltrúar í kjörbréfi viðkomandi aðildarfélags atkvæðisrétt.
Auk þeirra eiga rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt:
Störf skíðaþings eru:
Aukaþing má halda telji stjórn það nauðsynlegt, eða ef helmingur aðildarfélaga óska þess. Allur boðunar- og tilkynningafrestur til aukaþings má vera helmingi styttri en til Skíðaþings. Fulltrúar á aukaþingi eru þeir sömu og voru á síðasta Skíðaþingi og gilda sömu kjörbréf. Þó má kjósa að nýju í stað fulltrúa sem eru forfallaðir. Á aukaþingi má ekki gera laga- eða reglugerðabreytingar og ekki kjósa stjórn nema bráðabirgðastjórn, hafi meirihluti kjörinnar aðalstjórnar sagt af sér eða hætt störfum af öðrum orsökum. Að öðru leyti gilda um það sömu reglur og Skíðaþing.
Stjórn SKÍ skipa sjö manns sem kosnir eru á Skíðaþingi til tveggja ára.
Skipan og hlutverk stjórnar skal vera eftirfarandi:
Stjórn SKÍ skal skipa þrjár þriggja manna fastanefndir þar sem formaður hverrar nefndar er kosinn sérstaklega og situr í stjórn. Tveir nefndarmenn eru því tilnefndir af stjórn.
Þessar nefndir skipta með sér verkum og starfa eftir fjárhagsáætlun og erindisbréf frá stjórn SKÍ.
Stjórnin annast rekstur SKÍ milli skíðaþinga.
Mál teljast einungis samþykkt, greiði meirihluti stjórnar því atkvæði sitt. Stjórn SKÍ skal setja sér starfsreglur og kynna þær fyrir aðildarfélögum.
Starfssvið fastanefnda. Nefndir skulu koma saman eigi síðar en 30 dögum eftir skíðaþing og skipta með sér verkum. Að öðru leyti starfa þær samkvæmt fjárhagsáætlun og erindisbréfi frá stjórn SKÍ.
Öll ágreiningsmál er upp kunna að koma innan íþróttarinnar skal farið með samkvæmt kafla 4, í lögum ÍSÍ um dómstóla ÍSÍ, eftir því sem við á. Dómstólar ÍSÍ fara með mál sem upp kunna að koma innan SKÍ. Mál vegna meintrar lyfjamisnotkunar íþróttamanna skal farið með skv. gildandi lögum og reglugerðum ÍSÍ og Lyfjaeftirlits Íslands. Lyfjaeftirlit er í höndum Lyfjaeftirlits Íslands.
Tillögur um að leggja SKÍ niður má aðeins taka fyrir á lögmætu skíðaþingi. Til samþykktar slíkrar tillögu þarf minnst ¾ hluta atkvæða. Hafi slík tillaga verið samþykkt skal gera öllum sambandsaðilum grein fyrir henni í þinggerð. Tillagan skal síðan látin ganga til næsta reglulega þings. Verði hún þá samþykkt þar í annað sinn er það fullgild ákvörðun um að SKÍ skuli lagt niður. Sé SKÍ þannig löglega slitið skal afhenda ÍSÍ eignir þess til varðveislu.
Gildistaka. Lög þessi öðlast þegar gildi eftir samþykkt þeirra og staðfestingu framkvæmdastjórnar ÍSÍ, og falla þá eldri lög úr gildi.
Lög SKÍ með breytingum samþykktum á Skíðaþingi 21. október 2023.