Stafdalur


Á svæðinu er 1 km löng diskalyfta og efri lyfta sem er um 600 m löng diskalyfta. Rétt ofan við skíðaskálann er byrjendalyfta með þægilegum halla. Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupsstaður reka saman skíðasvæðið í Stafdal, sem liggur á milli Efri-Stafs og Neðri-Stafs í Fjarðarheiði. Aðeins er 10 mín. akstur frá Seyðisfirði og 15 mín. akstur frá Egilsstöðum. Skíðabrekkurnar í Stafdal eru við allra hæfi auk þess sem neðri hluti svæðisins er flóðlýst. 5 km löng göngubraut er troðin á opnunartíma svæðisins.  

Skíðasvæðið er fjölskylduvænt og bíður upp á mikla möguleika á utanbrautarskíðun. Stutt í víðáttuna fyrir fjallaskíðara og vélsleðafólk og auðfarnar slóðir í allar áttir til að ferðast um frá Stafdal. Aðeins tekur rúma klukkustund að skjótast á vélsleða að hinum frægu Dyrfjöllum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu svæðisins.