Undanfarna tvo daga hafa lokamót NCAA, bandarísku háskólamótaraðarinnar farið fram. Freydís Halla Einarsdóttir vann sér inn þátttökurétt fyrr í vetur en einungis 34 bestu skíðakonurnar úr bandarísku háskólunum fengu þátttökurétt. Í gær fór fram stórsvig þar sem Freydís Halla endaði í 19.sæti og í dag fór fram svig þar sem hún endaði í 15.sæti. Mótin voru ekki FIS mót þannig að hún fékk enga FIS punkta fyrir þessi mót. Freydís Halla er á sínu öðru ári í Bandaríkjunum og í bæði skiptin hefur hún komist í lokamót NCAA.
Heildarúrslit má sjá hér - svig og stórsvig.
Framundan hjá Freydísi Höllu er þátttaka í Norður Ameríku bikar sem fram fer í Kanada 17.-20.mars og svo keppir hún einnig á Bandaríska meistaramótinu í kjölfarið. Að lokum kemur hún heim og keppir á Skíðamóti Íslands þar sem hún vann þrefalt í fyrra.