Íslensku keppendurnir á HM unglinga í alpagreinum hófu keppni í dag. Að þessu sinni fer mótið fram í Åre í Svíþjóð og í dag var keppt í stórsvigi stúlkna. Allar íslensku stúlkurnar kláruðu keppni dagsins eftir að hafa ræst nokkuð aftarlega. Aðstæður hafa farið versnandi í Åre eftir því sem liðið hefur á mótið en í dag var kominn +2°C og smá rigning.
Sunnudagur 12.mars - Stórsvig stúlkna
56. María Finnbogadóttir
63. Katla Björg Dagbjartsdóttir
66. Andrea Björk Birkisdóttir
Heildarúrslit má sjá hér.
Á morgun heldur keppni áfram en þá verður tvöfaldur keppnisdagur, drengir keppa í fyrrmálið í stórsvigi á meðan stúlkurnar keppa seinnipartinn í svigi. Fyrri ferð hjá drengjum hefst kl.8:30 og fyrri ferð hjá stúlkum er áætluð kl.15:00 en gæti tekið einhverjum breytingum. Lifandi tímatöku verður hægt að sjá hér.