Fréttir

Bikarmóti í Bláfjöllum lokið

Í dag kláraðist bikarmót í flokki 16 ára og eldri í alpagreinum. Um er að ræða fyrsta bikarmót vetrarins en útaf snjóleysi hefur erfiðlega gengið með mótahald í vetur.

Freydís Halla í 26.sæti í heildarstigakeppni Norður-Ameríku bikars í svigi

Í dag fór fram síðasta svig vetrarins í Norður-Ameríku bikars. Eins og í gær keppti Freydís Halla í Val St-Come í Kanada og endaði í 24.sæti.

Úrslit dagsins á bikarmóti í alpagreinum

Loksins náðist að halda fyrsta bikarmót vetrarins fyrir 16 ára og eldri í alpagreinum. Keppt var í Bláfjöllum í svigi í dag og voru aðstæður krefjandi.

Sturla Snær í 45.sæti í Norður-Ameríku bikar

Undanfarna tvo daga hefur Sturla Snær Snorrason keppt í Norður-Ameríku bikar sem fram fer í Mont Ste-Marie í Kanada. Á heimsvísu eru fimm álfukeppnir og eru þær næst sterkustu mótaraðirnar í skíðaheiminum á eftir heimsbikarnum.

Freydís Halla í 22.sæti í Norður-Ameríku bikar

Freydís Halla Einarsdóttir keppti í gær á svigmóti sem er hluti af Norður-Ameríku álfubikarnum. Á heimsvísu eru fimm álfukeppnir og eru þær næst sterkustu mótaraðirnar í skíðaheiminum á eftir heimsbikarnum.

HM unglinga í alpagreinum lokið

Síðasta keppnisgreinin á HM unglinga fór fram fyrr í dag en mótið fer fram í Åre í Svíþjóð. Keppni dagsins var svig drengja og tóku báðir íslensku drengirnir þátt og stóðu sig vel.

Sturla Snær með bronsverðlaun í Kanada

Áfram heldur Sturla Snær að gera góða hluti í Kanada. Í dag keppti hann á stórsvigsmóti í Georgian Peaks og endaði í 3.sæti og fékk því bronsverðlaun.

Úrslit frá öðrum degi í Åre

Keppni á HM unglinga í alpagreinum hélt áfram í gær. Tvöfaldur keppnisdagur var í gær en þá var keppt í stórsvigi drengja og svigi stúlkna.

Úrslit frá bikarmóti helgarinnar í skíðagöngu

Bikarmót í skíðagöngu var haldið á Hólmavík dagana 10.-12. mars, vegna snjóleysis í Selárdal var mótið haldið á Þrökuldum.

Úrslit frá fyrsta keppnisdegi í Åre

Íslensku keppendurnir á HM unglinga í alpagreinum hófu keppni í dag. Að þessu sinni fer mótið fram í Åre í Svíþjóð og í dag var keppt í stórsvigi stúlkna.