Í dag kláraðist bikarmót í flokki 16 ára og eldri í alpagreinum. Um er að ræða fyrsta bikarmót vetrarins en útaf snjóleysi hefur erfiðlega gengið með mótahald í vetur. Í dag var keppt í tveim stórsvigsmótum og gekk mótahaldið virkilega vel. Fyrra mótið hófst kl.9 og því seinna lauk um kl.13. Fyrst í morgun var frábært veður en þegar leið á daginn bætti aðeins í vindinn, en í heildina var mjög fínt veður.
Mótin í dag voru sýnd í beinni útsendingu á YouTube.
Fyrra stórsvig
Seinna stórsvig
Úrslit kvenna - Fyrra stórsvig
1. Harpa María Friðgeirsdóttir
2. Katla Björg Dagbjartsdóttir
3. Vigdís Sveinbjörnsdóttir
Heildarúrslit má sjá hér.
Úrslit karla - Fyrra stórsvig
1. Georg Fannar Þórðarson
2. Einar Kristinn Kristgeirsson
3. Bjarki Guðjónsson
Heildarúrslit má sjá hér.
Úrslit kvenna - Seinna stórsvig
1. Katla Björg Dagbjartsdóttir
2. Harpa María Friðgeirsdóttir
3. Agla Jóna Sigurðardóttir
Heildarúrslit má sjá hér.
Úrslit karla - Seinna stórsvig
1. Jón Gunnar Guðmundsson
2. Georg Fannar Þórðarson
3. Einar Kristinn Kristgeirsson
Heildarúrslit má sjá hér.