Skíðafélag Akureyrar heldur Skíðamót Íslands í skíðagöngu og Unglingameistaramót Íslands í alpagreinum 2025 og hefjast bæði mótin á morgun föstudag og standa yfir alla helgina. Það verður því fjölmennt í Hlíðafjalli um helgina og nóg að gera hjá SKA. Gestir eru endregnir hvattir til að mæta á svæðið og fylgjast með.
Á SMÍ verður keppt í þremur greinum – sprettgöngu, göngu með hefðbundinni aðferð og göngu með frjálsri aðferð. Okkar fremsta skíðagöngufólk hvaðanæva af landinu tekur þátt. Keppendur eru úr öllum aldursflokkum, frá 13 ára og upp í fullorðins flokk og er allt okkar landsliðsfólk mætt til landsins og má því búast við spennandi og skemmtilegri keppni.
Sjá mótsboð og upplýsingar SMÍ hér
Dagskrá SMÍ:
Föstudagur 4. apríl
SPRETTGANGA - FRJÁLS AÐFERÐ
15:00 Tímataka – Konur 1,2km 1,2km 1 Hlíðarfjall
15:05 Tímataka - Karlar 1,2km 1,2km 1 Hlíðarfjall
15:15 Tímataka 15-16 ára 1,0km 1,0km 1 Hlíðarfjall
15:20 Tímataka 13-14 ára 0,8km 0,8km 1 Hlíðarfjall
15:30 Riðlar Konur 1,2km 1,2km 1 Hlíðarfjall
15:40 Riðlar -Karlar 1,2km 1,2km 1 Hlíðarfjall
15:50 Úrslit 15-16 ára 1,0km 1,0 1 Hlíðarfjall
16:10 Úrslit 13-14 ára 0,8km 0,8km 1 Hlíðarfjall
16:30 Úrslit -Konur 1,2km 1,2km 1 Hlíðarfjall
16:40 Úrslit – Karlar 1,2km 1,2km 1 Hlíðarfjall
Verðlaunaafhending
Laugardagur 5. apríl
EINSTAKLINGSSTART - HEFÐBUNDIN AÐFERÐ
11:00 Drengir 13-14 ára 3,5km 3,5km 1 Hlíðarfjall
11:05 Stúlkur 13-14 ára 3,5km 3,5km 1 Hlíðarfjall
11:15 Drengir 15-16 ára 5,0km 5,0km 1 Hlíðarfjall
11:20 Stúlkur 15-16 ára 5,0km 5,0km 1 Hlíðarfjall
12:00 Karlar 10km 5km 2 Hlíðarfjall
12:10 Konur 10km 5km 2 Hlíðarfjall
15:00 Verðlaunaafhending Lundarskóli
Sunnudagur 6. apríl
HÓPSTART - FRJÁLS AÐFERÐ
11:00 Drengir 13-14 ára 3,5km 3,5km 1 Hlíðarfjall
11:05 Stúlkur 13-14 ára 3,5km 3,5km 1 Hlíðarfjall
11:15 Drengir 15-16 ára 5,0km 5,0km 1 Hlíðarfjall
11:20 Stúlkur 15-16 ára 5,0km 5,0km 1 Hlíðarfjall
12:00 Karlar 15km 5km 3 Hlíðarfjall
12:05 Konur 15km 5km 3 Hlíðarfjall
13:30 Verðlaunaafhending Gönguhús SKA
Á UMÍ verður einnig keppt í þremur greinum, stórsvigi, svigi og samhliðasvig og mætir allt okkar efnilegasta skíðafólk á landinu til leiks.
Mótsboð og upplýsingar UMÍ hér
Dagskrá UMÍ:
Föstudagur 4. apríl
14-15 ára Stórsvig
12-13 ára Stórsvig
Laugardagur 5. apríl
14-15 ára Svig
12-13 ára Svig
Verðlaunaafhending
Sunnudagur 6. apríl
12-15 ára Samhliðasvig
Verðlaunaafhending