Síðasta keppnisgreinin á HM í alpagreinum fór fram í dag sem var svig karla. Sturla Snær Snorrason (skíðadeild Ármanns) var eini íslenski keppandinn eftir að hafa endað í 12.sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. Aðstæður í dag voru betri en undanfarna daga, fínt veður og þéttari snjór.
Því miður fór svo að Sturla Snær náði ekki að ljúka fyrri ferð. Hann fór á hliðina eftir nokkur hlið og var eðlilega svekktur eftir daginn.
Heildarúrslit má sjá hér.
Þátttöku íslensku keppendan er þar með lokið og heldur hópurinn heim á leið í dag og á morgun.