Rétt í þessu var að ljúka svigi karla í undankeppni á HM í Åre. Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt og náði einn þeirra, Sturla Snær Snorrason, að vera meðal 25 efstu og komst því beint í aðalkeppnina sem fer fram á morgun.
Sturla Snær Snorrason var með rásnúmer 25 og eftir fyrri ferðina var hann í 20.sæti. Í þeirri síðar var hann með fimmta besta tímann og endaði að lokum í 12.sæti. Sigurður Hauksson endaði í 50.sæti á meðan að þeir Gísli Rafn Guðmundsson og Kristinn Logi Auðunsson náðu ekki að klára seinni ferð.
Undankeppni karla - Svig
12.sæti - Sturla Snær Snorrason
50.sæti - Sigurður Hauksson
Gísli Rafn Guðmundsson og Kristinn Logi Auðunsson luku ekki seinni ferði.
Heildarúrslit má sjá hér.
Á morgun fer fram aðalkeppnin í svigi sem er síðasta greinin á HM í Åre 2019. Upplýsingar um svigið koma seinna í dag en þær verður hægt að sjá hér.