Vildís Edwinsdóttir, landsliðskona í snjóbrettum, tók þátt í alþjóðlegu móti í brettastíl á dögunum í Kläppen í Svíþjóð.
Hún gerði sér lítið fyrir og vann mótið og fyrir sigurinn fékk hún 50 FIS stig. En það var hin sænska Elsa Jaktlund sem var í öðru sæti og Emmi Hyvari frá Finnlandi í því þriðja.
Skíðasambandið óskar Vildísi til hamingju með sigurinn.
Sjá úrslit hér