Landsliðskonan okkar í snjóbrettum Vildís Edwinsdóttir úr BFH tók þátt í alþjóðlegu móti í brettastíl í St. Anton í Austurríki í dag.
Vildís átti mjög góðar ferðir og nældi í silfrið, en það var hin sænska Elsa Jaktlund sem sigraði mótið. Elsa fékk samanlagt 70.33 sig en Vildís 68.67 því munaði aðeins 1.66 stigi á þeim, en bronsið fékk Bettina Roll frá Noregi með samtals 66.33 stig.
Vildís mun klárlega bæta FIS stigin sín með þessum árangri og jafnframt stöðu á heimslista.
Skíðasambandið óskar Vildísi til hamingju með árangurinn.