Vetrarólympíuleikar ungmenna voru settir fyrr í kvöld í Lillehammer í Noregi. Líkt og þegar Ólympíuleikarnir voru settir í Lillehammer árið 1994 fór setningarhátíðin fram við skíðastökksmannvirkið sem gnæfir yfir bænum. Ingrid Alexandra prinsessa Noregs tendraði Ólympíueldinn en Marit Björgen Ólympíuverðlaunahafi færði henni logann. Auk 1.100 keppenda og um 3.000 sjálfboðaliða voru um 13.000 áhorfendum á setningarhátíðinni. Fánaberi Íslands var Bjarki Guðjónsson, keppandi í alpagreinum.
Á morgun hefst keppni hjá okkar fólki en Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir mun þá keppa í risasvigi og Dagur Benediktsson í skíðagöngu krossi.
Lifandi tímatöku frá risasviginu má finna hér en Hólmfríður ræsir númer 31. Dagur hefur leik númer 40 og hér má sjá upplýsingar um mótið hans á morgun.
Fleiri upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins.