Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang 2018 í Suður-Kóreu, en leikarnir fara fram dagana 9. til 25. febrúar nk.
Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) hefur Ísland fengið úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíðagöngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Alls er því um fimm keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 21. janúar 2018.
Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018:
*Ákvörðun um keppnisgreinar þeirra Elsu Guðrúnar og Isaks Stianson verða teknar á næstu dögum, en skráningarfrestur í einstaka keppnisgreinar er til 28. janúar nk.
Aðrir þátttakendur verða:
Þá munu þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verða viðstödd leikana auk þess sem að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun verða viðstödd setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga.
Á leikunum í PyeongChang 2018 mun Ísland í fyrsta skipti eiga keppanda í skíðagöngu kvenna. Leikarnir verða settir föstudagskvöldið 9. febrúar nk. kl. 20:00 að staðartíma, en kl. 11:00 á íslenskum tíma. Verður setningarhátíðin sýnd í beinni útsendingu hjá RÚV. Lokahátíðin fer fram sunnudagskvöldið 25. febrúar nk. og hefst kl. 20:00 að staðartíma.
Sögulegar staðreyndir um þátttöku Íslands á Vetrarólympíuleikunum:
Nánari fréttatilkynning frá ÍSÍ má sjá hér.