Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu. Setningarhátíð leikanna fór fram í gærkvöldi og lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 16. febrúar. Aron Máni Sverrisson, keppandi í alpagreinum, var fánaberi Íslands á setningarhátíðinni. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar.
Myndir má nálgast hér á myndasíðu ÍSÍ og munu fleiri myndir hlaðast þar inn á meðan á hátíðinni stendur.
Hægt er að horfa á setningarhátíðina á facebook síðu EYOWF hér.
Í dag fara fram þrjár keppnisgreinar hjá okkar keppendum. Er það svig stúlkna, skíðaganga með hefðbundinni aðferð hjá drengjum og stúlkum og undankeppni í brettastíl (slopestyle) hjá drengjum á snjóbrettum.
Öll úrslit og lifandi tímatökur verður hægt að finna á heimasíðu FIS:
Alpagreinar
Skíðaganga
Snjóbretti
Íslendingar eiga 12 keppendur á hátíðinni, auk þjálfara og flokksstjóra, dómara, sjúkraþjálfara og aðalfararstjóra. Eftirtaldir munu taka þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Alpagreinar
Andri Gunnar Axelsson Keppandi
Aron Máni Sverrisson Keppandi
Guðfinna Eir Þorleifsdóttir Keppandi
Helga Björk Árnadóttir Þjálfari
Magnús Finnsson Flokksstjóri og þjálfari
Snjóbretti
Baldur Vilhelmsson Keppandi
Birkir Þór Arason Keppandi
Bjarki Arnarsson Keppandi
Kolbeinn Þór Finnsson Keppandi
Einar Rafn Stefánsson Flokksstjóri og þjálfari
Listskautar
Marta María Jóhannsdóttir Keppandi
Darja Zajcenko Flokksstjóri og þjálfari
María Fortescue Dómari
Skíðaganga
Egill Bjarni Gíslason Keppandi
Fanney Rún Stefánsdóttir Keppandi
Jakob Daníelsson Keppandi
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir Keppandi
Vadim Gusev Flokksstjóri og þjálfari
Tormod Vatten Þjálfari
Í fararstjórn á vegum ÍSÍ eru eftirtaldir:
Örvar Ólafsson fararstjóri
Mundína Ásdís Kristinsdóttir sjúkraþjálfari
Hægt verður að fylgjast með íslenskum þátttakendum á hátíðinni í gegnum miðla ÍSÍ:
Vefsíða ÍSÍ
Facebook ÍSÍ
Instagram ÍSÍ
SnapChat ÍSÍ (á meðan á hátíðinni stendur): isiiceland