Á laugardaginn fór fram ársfundur SKÍ en hann er haldinn annað hvert ár á móti Skíðaþingi. Fundurinn í ár var stærri en venjulega en ákveðið var að halda afmælishátíð SKÍ í kjölfarið en sambandið verður 70 ára í júní. Um morgunin var hefðbundin yfirferð á liðnum vetri og í framhaldinu var málþing. Málþinginu var skipt niður í málstofur eftir faggreinunum þremur, alpagreinum, skíðagöngu og snjóbrettum. Voru fjölbreytt mál efni rætt, allt frá útbreiðslu íþróttarinnar til landsliðsmála. Seinni partinn var svo röð fyrirlestra en þar komu fram þrír erlendir fyrirlesarar. Upphaflega stóð til að fyrirlestrarnir yrðu fjórir en vegna seinkunnar á flugi þurfti að aflýsa einum. Í lokin var boðið uppa léttar veitingar í afmælinu sjálfu sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.
Stjórn SKÍ veitti fimm heiðursviðurkenningar til einstaklinga fyrir störf sín í þáu hreyfingarinnar.
Gullmerki SKÍ:
Árni Rudolf Rudolfsson
Birgir Gunnarsson
Silfurmerki SKÍ:
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Kristinn Kristinsson
Rósmundur Númason
Glærur frá fyrirlestrunum er hægt að nálgast hér að neðan:
Sarah Lewis - Hvað er FIS og hver er framtíðin?
Eiliv Furuli - Framkvæmd stærri viðburða í skíðagöngu
Hedda Berntsen - For the love of skiing - coaching strategies for young athletes in development