Hin árlega Hermannsganga fór fram laugardaginn 4. febrúar sl. Hún var að þessu sinni haldin í Kjarnaskógi, en hefur fram til þessa verið í Hlíðarfjalli. Gangan er kennd við Hermann Sigtryggsson íþróttafrömuð sem lengi var íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar. Hann ræsti göngu nú sem endranær.
Í 24 km göngu var keppt í fleiri aldursflokkum og keppendur voru frá 7 ára upp í 73 ára upp í en öll úrslit göngunnar má sjá hér. Um 100 keppendur voru skráðir til leiks.
Fjölmargar myndir hafa birst á netinu frá göngunni og má sjá myndir og myndir á heimasíðu akureyri.net hér. Hér er síðan myndasyrpa sem Ármann Hinrik ljósmyndari tók af þessu tilefni.
Þá er hér hlekkur á Facebókarsíðu viðburðarins og loks hlekkur á vef og myndir Vikublaðsins hér.