Bikarmót Skíðasambands Íslands var haldið í Hlíðarfjalli helgina 11. - 12. mars í frábæru veðri. Mótið var jafnframt FIS mót sem upphaflega átti að vera í febrúar en hefur verið frestað endurtekið vegna veðurs og snjóleysis.
Alls mættu 37 keppendur frá Tindastóli, Dalvík, BFH og SKA á aldrinum 7 - 19 ára. Aðstæður í Suðurgilinu voru til fyrirmyndar en mikil vinna var lögð í parkið dagana og næturnar fyrir mót og kunnum við starfsfólki Hlíðarfjalls, þjálfurum SKA og BFH og öllum sjálfboðaliðum sérstakar þakkir fyrir. Keppt var í tveimur greinum, Slopestyle og Big Air í flokkunum U9, U11, U13, U15, U17 og fullorðins flokki. Hver keppandi fór 2 ferðir í hvorri grein og gilti sú betri.
Mótið var hið fyrsta á árinu en næsta mót er fyrirhugað í Bláfjöllum helgina 15. - 16. apríl en miðað við snjóalög og veðurfar sunnan heiða eru líkur á að mótið verði aftur haldið fyrir norðan. Meira um það síðar.
SKA þakkar öllum fyrir komuna í Hlíðarfjall og hlakkar til áframhaldandi samstarfs allra starfandi brettadeilda.
Úrslit mótsins má sjá hér.