Val á landsliði Íslands í skíðagöngu

Brynjar Leó og Sævar eru í A landsliðinu
Brynjar Leó og Sævar eru í A landsliðinu

Skíðasamband Íslands hefur valið landslið í skíðagöngu fyrir komandi vetur. Stærsta verkefni vetrarins verður án efa HM í Lahti í Finnlandi sem fer fram um mánaðarmótin febrúar-mars, en ásamt því munu landsliðin keppa á alþjóðlegum FIS mótum. Komandi vetur er líka mikilvægur uppá lágmörk fyrir ÓL 2018.

A-landslið:
Brynjar Leó Kristinsson
Snorri Einarsson
Sturla Björn Einarsson
Sævar Birgisson

B-landslið:
Albert Jónsson
Dagur Benediktsson
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Kristrún Guðnadóttir
Sigurður Arnar Hannesson
Sólveig María Aspelund

Landsliðsþjálfari: 
Jostein H. Vinjerui