Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur á heimsmeistaramót unglinga í alpagreinum. Að þessu sinni fer mótið fram í Åre í Svíþjóð og stendur frá 8.-14.mars. Allir keppendur eru valdir til þátttöku í svigi og stórsvigi. Hópurinn heldur utan á morgun og verður til 15.mars. Hér að neðan má sjá mótaplanið ásamt vali á keppendum og þjálfurum.
Valið var eftir áður útgefnum lágmörkum.
Mótaplan:
12.mars - Stórsvig kvenna
13.mars - Stórsvig karla
13.mars - Svig kvenna
14.mars - Svig karla
Keppendur:
Andrea Björk Birkisdóttir
María Finnbogadóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir
Björn Ásgeir Guðmundsson
Jón Gunnar Guðmundsson
Þjálfarar:
Egill Ingi Jónsson - Landsliðsþjálfari
Aron Andrew Rúnarsson - Aðstoðarþjálfari
Hér verður hægt að finna öll úrslit frá mótinu ásamt lifandi tímatöku. Einnig er hægt að finna mikið af upplýsingum á heimasíðu mótsins.