Val á HM unglinga 2018 í alpagreinum

Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur á heimsmeistaramót unglinga í alpagreinum. Að þessu sinni fer mótið fram í Davos í Sviss og stendur frá 30.jan-8.feb. Þar sem dagskrá mótsins er mismunandi eftir kynjum var ákveðið að tvískipta ferðinni. Þannig verða stelpurnar úti frá 27.jan-1.feb en strákarnir frá 3.-8.feb.

Valið var eftir áður útgefnum lágmörkum

Mótaplan:
30.jan - Stórsvig kvenna
31.jan - Svig kvenna
6.feb - Stórsvig karla
7.feb - Svig karla

Keppendur í kvennaflokki:
Harpa María Friðgeirsdóttir - Stórsvig
Hjördís Kristinsdóttir - Svig
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Svig og stórsvig
María Finnbogadóttir - Svig og stórsvig
Katla Björg Dagbjartsdóttir - Svig og stórsvig

Keppendur í karlaflokki:
Björn Ásgeir Guðmundsson - Svig og stórsvig
Georg Fannar Þórðarson - Svig og stórsvig

Aron Andrew Rúnarsson verður aðalþjálfari í ferðinni og honum til aðstoðar verða tveir þjálfarar, einn fyrir hvorn hóp. Aðstoðarmenn eru Pétur Stefánsson og Szymon Kraciuk, þjálfari Ármanns.

Hér verður hægt að finna öll úrslit frá mótinu ásamt lifandi tímatöku. Einnig er hægt að finna mikið af upplýsingum á heimasíðu mótsins.