Á laugardaginn var fór fram Strandagangan í Selárdal. Skíðafélag Strandamanna stóð fyrir göngunni en hún er liður í mótaröð Íslandsgöngunnar. Aðstæður til keppni voru góðar þó aðeins hafi skafið í brautina þegar leið á. Alls voru 91 keppendur skráðir til leiks en keppt var í 1 km, 5 km,10 km og 20 km göngu.
Laugardagurinn 10. mars - 20 km ganga
Konur
1.sæti Guðný Katrín Kristinsdóttir
2.sæti Vala Friðriksdóttir
3.sæti Guðrún Ásta Árnadóttir
Karlar
1.sæti Einar Kristjánsson
2.sæti Magnús Eiríksson
3.sæti Birkir Þór Stefánsson
Öll úrslit má nálgast hér.
Einnig er hægt að skoða myndir frá göngunni hér og hér.
Upplýsingar um Íslandsgönguna má sjá hér.