Í gær var keppt á tveimur svigmótum á Atomic Cup mótaröðinni. Bæði mótin voru FIS mót en á sama tíma voru þau einnig bikarmót. Aðstæður til mótshalds voru góður og gekk mótahaldið vel fyrir sig.
Fyrra svigmót - Konur
1. Andrea Björk Birkisdóttir
2. Erla Ásgeirsdóttir
3. Katla Björg Dagbjartsdóttir
Heildarúrslit má sjá hér.
Fyrra svigmót - Karlar
1. Sturla Snær Snorrason
2. Graham Black
3. Magnús Finnsson
Heildarúrslit má sjá hér.
Seinna svigmót - Konur
1. Andrea Björk Birkisdóttir
2. Erla Ásgeirsdóttir
3. Auður Brynja Sölvadóttir
Heildarúrslit má sjá hér.
Seinna svigmót - Karlar
1. Graham Black
2. Tai Juneau
3. Einar Kristinn Kristgeirsson
Heildarúrslit má sjá hér.
Í dag fer svo fram lokamótið á Atomic Cup en það er einnig lokamótið í bikarkeppni SKÍ fyrir 16 ára og eldri í alpagreinum. Keppt verður í stórsvigi og hefst fyrri ferð kl. 16:00. Lifandi tímataka verður í boði og hægt að sjá hana hér að neðan.
Búið er að uppfæra bikarstig öllum flokkum 16 ára og eldri eftir gærdaginn og er hægt að sjá stöðuna hér.