Úrslit frá bikarmóti dagsins á snjóbrettum

Fínar aðstæður voru í Hlíðarfjalli í dag
Fínar aðstæður voru í Hlíðarfjalli í dag

Í dag fór fram síðasta bikarmót vetrarins á snjóbrettum þegar keppt var í brekkustíl (slopestyle) í Hlíðarfjalli við Akureyri. Upphaflega átti þetta mót að fara fram í byrjun febrúar en var síðar seinkað um viku útaf veðri. Aftur þurfti að fresta mótinu og var ákveðið að setja það á í dag og halda einungis eitt mót en ekki tvö eins og upphaflegt plan. Aðstæður og veður voru með besta móti en aðeins blés á liðið í morgun og þurfti því að fresta keppni aðeins. Allir keppendur fengu tvær ferðir í brautina og var stigahærri ferðin sú sem var látin gilda til úrslita.

Úrslit dagsins í brettastíl (slopestyle)

U13 stúlkur
1. Bergdís Steinþórsdóttir - BFF

U13 drengir
1. Borgþór Ómar Jóhannsson - BFH
2. Arnar Bjarki Björgvinsson - BFF
3. Hafsteinn Heimir Óðinsson - SKA

U15 stúlkur
1. Monika Rós Martin - BFH
2. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH
3. Lilja Rós Steinsdóttir - SKA

U15 drengir
1. Benedikt Friðbjörnsson - SKA
2. Kolbeinn Þór Finnsson - SKA
3. Birkir Þór Arason - SKA

U17 stúlkur
1. Vildís Edwinsdóttir - BFH
2. María Kristinsdóttir - BFH

U17 drengir
1. Tómas Orri Árnason - SKA
2. Baldur Vilhelmsson - SKA
3. Bjarki Arnarsson - SKA

Karlar
1. Marinó Kristjánsson - BBL
2. Aron Snorri Davíðsson - BFH
3. Isarr Edwins - BFH

Öll stig og úrslit er hægt að finna hér.

Mótið var keyrt sem alþjóðlegt FIS mót og því fá keppendur alþjóðleg FIS stig og verður hægt að nálgast þau úrslit hér.