Í dag var keppt í 5/10 km göngu með hefðbundinni aðferð í Muonio í Finnlandi. Allir íslensku keppendurnir voru skráðir til leiks og var mótið í dag heldur betur sterkt. Í morgun bættist á ráslistann efsti maður heimslistans í karlaflokki, Alexey Poltaranin frá Kazakhstan.
Konur - 5 km
34.sæti Kristrún Guðnadóttir 188.56 FIS punkta
Karlar - 10 km
22.sæti Snorri Einarsson 65.61 FIS punktar
62.sæti Albert Jónsson 148.88 FIS punktar
67.sæti Dagur Benediktsson 154.30 FIS punktar
74.sæti Isak Stianson Pedersen 165.13 FIS punktar
78.sæti Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson 174.73 FIS punktar (bæting á heimslista)
Hér má sjá öll úrslit.
Sunnudagur 11.nóv - Ráslisti fyrir 10/15 km göngu með frjálsri aðferð
Konur - 59 keppendur skráðir
25. Kristrún Guðnadóttir
Karlar - 110 keppendur skráðir
27. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson
43. Dagur Benediktsson
48. Albert Jónsson
53. Isak Stianson Pedersen
92. Snorri Einarsson
Hér má sjá ráslistana.
Ráslistinn er settur þannig upp að lakasti keppandinn fer fyrstur af stað og sá sterkasti síðast, útfrá heimslista FIS.
Eins og í dag verður mótið mót morgundagsins gríðarlega sterkt. Sem dæmi má nefna að í karlaflokki eru níu keppendur í topp 25 á heimslista FIS skráðir til leiks. Þar á meðal er Alexey Poltaranin frá Kazakhstan, en hann er einmitt eftstur á heimslistanum í lengri vegalengdum í karlaflokki.
Hér verður hægt að fylgjast með lifandi tímatöku í fyrramálið.