Um helgina verður mikið líf og fjör á skíðasvæðum landsins. Fyrir vestan á Ísafirði fer fram Unglingameistaramót Íslands og er keppt í alpagreinum og skíðagöngu. Í Bláfjöllum fer svo fram fyrsta Snjóbrettamót Íslands og eins og nafnið gefur til kynna er keppt á snjóbrettum.
Unglingameistaramót Íslands (UMÍ) 24.-26.mars 2018
Skíðafélag Ísfirðinga heldur Unglingameistaramóti Íslands þetta árið. Mótið verður sett formlega í kvöld með setningu og næstu þrjá daga er svo keppt í þremur greinum, bæði í alpagreinum og skíðagöngu.
Allar upplýsingar um UMÍ verður hægt að finna á heimasíðu mótshaldara hér og einnig er margt að finna á facebook síðu mótsins.
Snjóbrettamót Íslands (SBÍ) 24.-25.mars 2018
Á skíðaþingi vorið 2017 var ný reglugerð samþykkt um Snjóbrettamót Íslands. Þetta verður því í fyrsta skipti sem mótið fer fram og mun Brettafélag Hafnarfjarðar (BFH) sjá um framkvæmd mótsins. Mótið er alþjóðlegt FIS mót og keppt er í brettastíl (slopestyle) og risastökki (big air). Upplýsingar um mótið koma inná facebook síðu BFH.
SKÍ mun að sjálfsögðu flytja fréttir frá mótunum og setja inn úrslit þegar þau liggja fyrir.