Þriðja daginn í röð er tvöfaldur keppnisdagur á heimsmeistaramótinu í St. Moritz, konurnar keppa í aðalkeppni í svigi á meðan karlarnir keppa í undankeppni fyrir svig.
Freydís Halla Einarsdóttir keppir í aðalkeppni kvenna og hefur leik númer 58 í röðinni af alls 94 keppendum. Mótið er í beinni útsendingu á RÚV en lifandi tímatöku má sjá hér.
Í undankeppni karla eru allir okkar fjórir keppendur skráðir til leiks. Sturla Snær Snorrason ræsir númer 40, Kristinn Logi Auðunsson númer 60, Magnús Finnsson númer 65 og Jón Gunnar Guðmundsson númer 80. Einungis komast 25 bestu áfram úr undankeppninni og því þurfa okkar menn að eiga gott mót. Lifandi tímatöku má sjá hér.