Helgina 26.-28.október fór fram árlegur haustfundur hjá eftirlitsmönnum í skíðagöngu á norðurlöndunum. Fundurinn fór fram í Sundsvall í Svíþjóð og var haldinn af FIS og Sænska skíðasambandinu.
Fyrir tveimur árum hófu tveir aðilar frá SKÍ, þeir Daníel Jakobsson og Einar Ólafsson, nám til réttinda sem alþjóðlegir eftirlitsmenn í skíðagöngu. Hafa þeir sótt þrjú námskeið erlendis ásamt því að starfa sem aðstoðarmenn eftirlitsmanns á alþjóðlegum FIS mótum á þessu tímabili. Á fundinum í Sundsvall tóku þeir svo próf og útskrifuðust í kjölfarið.
SKÍ á því í dag fjóra alþjóðlega eftirlitsmenn en auk þeirra Daníels og Einars eru Einar Þór Bjarnason og Smári Kristinsson eftirlitsmenn í alpagreinum. Auk þess hafa þó nokkrir einstaklingar lokið FIS C dómararéttindi á snjóbrettum.