Fimmta keppnin í Tour de Ski fór fram í dag í Oberstdorf, Þýskalandi. Eltiganga var keppnisfyrirkomulag dagsins og var ræst út eftir heildarstöðu í Tour de Ski. Virkar gangan því þannig að þeir sem eru efstir fá forskot á aðra keppendur.
Snorri Einarsson hóf leik nr. 57 og endaði í 52.sæti í eltigöngunni. En í tímatöku dagsins, þegar allir byrja á sama tíma, endaði hann í 46.sæti og fær því FIS stig útfrá þeim úrslitum en ekki eltigöngunni sjálfri. Fyrir úrslitin fékk hann 66.22 FIS stig sem er nokkuð frá hans stöðu en þó mun betri ganga en í gær.
Á morgun er hvíldardagur fyrir síðustu tvær keppnirnar sem fara fram í Val di Fiemme á Ítalíu. Í heildarstigakeppninni er Snorri í 52.sæti.
3.jan 2019 - 15 km, frjáls aðferð, eltiganga
46.sæti - Snorri Einarsson 66.22 FIS stig (52.sæti í eltigöngunni)
Heildarúrslit má sjá hér.
Tour de Ski 2018/19 - Dagskrá framundan
Val di Fiemme, Ítalía
5.jan - 10/15 km, hefðbundin aðferð, hópstart (hefst kl.14:10 á íslenskum tíma)
6.jan - Final Climb 9 km, frjáls aðferð, eltiganga (hefst kl.13:45 á íslenskum tíma)
Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit frá öllum hér.