Skíðasamband Íslands stendur fyrir þjálfaranámskeiði á 2.stigi fyrir þjálfara í skíðagöngu. Fyrri hlutinn fer fram núna í október og seinni hlutinn í lok janúar. Fyrri hlutinn fer meira í þolþjálfun þegar ekki er æft á snjó á meðan seinni hlutinn er farið meira í æfingar á snjó.
Þjálfari 2 (fyrri hluti) 25.-27. okt 2019. Námskeiðið byggir á Þjálfari 1 og tekur mið af þjálfun barna og unglinga ca. frá 13-18/19 ára.
Dagskrá:
Föstudagur 25. okt kl. 17-22
Laugardagur 26. okt kl. 09-18.30
Sunnudagur 27. okt kl 09-14.30
* Námskeiðið fer fram á Akureyri.
Aðal leiðbeinandi fyrri hluta:
Ólafur H. Björnsson
Innihald:
Hluti af efnisþáttum námskeiðsins verður tekið í nokkurs konar fjarnámi.
Skráning er á netfangið ski@ski.is og er skráningarfrestur til og með 18.október. Nánari dagskrá og upplýsingar verða sendar á þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur. Þátttökugjald er 40.000 kr. fyrir námskeiðið í heild (20.000 kr. fyrir hvorn hluta) og þarf að greiðast eigi síðar en 22.október. Einungis þeir þátttakendur sem ljúka báðum hlutum klára námskeiðið í heild sinni og fá viðeigandi skírteini. Hins vegar er líka hægt að sækja einungis annan hlutann og greiða fyrir það. Afskrái þátttakandi sig eftir 22.október fæst þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
Lágmarksþátttaka á námskeiðið eru sjö þátttakendur. Ef sá fjöldi næst ekki verður fyrri hlutanum frestað.