Þjálfarar í hæfileikamótun hjá SKÍ

Skíðasamband Íslands hefur gert nýja samninga við þjálfara í hæfileikamótun til næstu tveggja ára. Fjalar Úlfarsson mun sjá um hæfileikamótun í alpagreinum, Þorsteinn Hymer í skíðagöngu og Jökull Elí Borg í snjóbrettum/skíðafimi. Þeir hafa allir séð um hæfileikamótun undandfarin ár og er mikil ánægja með þeirra störf og hlakkar okkur hjá SKÍ til áframhaldandi samstarfs við þá. 

Hæfileikamótun er mikilvægur þáttur af grasrótarstarfi og er fyrsta þrepið í landsliðsstiga SKÍ.
Hæfileikamótunin samanstendur af æfingum og fyrirlestrum þar sem þátttakendur fá fræðslu um allt
mögulegt tengt skíðum, brettum og umhverfi landsliða.
Tilgangur og markmið:
• Fylgjast með yngra skíða- og brettafólki og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
• Hæfileikmótun er ætlað öllum aðildarfélögum SKÍ og skal ekki gert upp á milli félaga
• Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu SKÍ í landsliðsmálum.
• Fræða og undirbúa skíða- og brettafólk til þess að mæta á landsliðsæfingar og afreks- og
hæfileikamótunar verkefni.
• Minnka brotfall og auka tækifæri fyrir yngri iðkendur