Þjálfaranámskeið á snjóbrettum

Skíðasamband Íslands auglýsir námskeið fyrir þjálfara á snjóbrettum helgina 26.-28. janúar 2018. Námskeiðið mun fara fram í Hlíðarfjalli á Akureyri og verður megin áhersla námskeiðsins á verklegum æfingum á snjó.
Í október var haldið námskeið í þjálfunarháttum og undirbúningsþjálfun. Þeir sem ljúka báðum námskeiðum öðlast Þjálfari 1 þjálfunarréttindi. 
Námskeiðið er opið öllum, ekki er skilyrði að hafa sótt námskeiðið í október.

Dagskrá:
Föstudagur 26. jan kl. 19-22 
Laugardagur 27. jan kl. 09-17 
Sunnudagur 28. jan kl. 09-17

Leiðbeinandi verður Markus Rehn (NOR) og mun námskeiðið fara fram á ensku.

Þátttökugjald er 20.000 kr. og greiðist fyrir námskeið. Skráning er á netfangið sigurgeir@ski.is og er skráningarfrestur til og með 17.janúar. Nánari dagskrá og upplýsingar verða sendar á þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur.

Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Halldórsson á netfanginu sigurgeir@ski.is.