Þjálfarar frá 14 þjóðum tóku þátt í þjálfaranámskeiði sem fram fór í Val Di Fiemme á Ítalíu 8. -12. maí síðastliðinn með þeim tilgangi að efla þjálfunararhæfileika sína. Námskeiðið var kennt í fyrirlestraformi og einnig voru verklegir hlutar. SKÍ átti einn þátttakenda á námskeiðinu, hann Stefán Snæ Ragnarsson þjálfara hjá Skíðafélagi Strandamanna.
Stefán Snær gaf okkur smá upplýsingar um námskeiðið eftir að heim var komið.
"Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert námskeið, hellingur af efni sem mun nýtast við þjálfun á krökkum og fullorðnum.
Fyrsta daginn þá var fyrirlestur fyrir hádegi um þjálfun á blindum, sjónskertum og hreyfihömluðum á bæði hæsta leveli og byrjenda sem var mjög fróðlegt og skemtilegt svo eftir hádegi var tekin verkleg æfing í þjálfun á bæði sjónskertum og blindum einstaklingum í bæði hefðbundinni og frjálsri aðferð (fengum mismunandi gleraugu eða lokuðum augunum til að þykjast vera blind eða sjónskert og þjálfuðum hina þjálfarana). Það var mjög áhugavert þar sem við þurftum að geta lýst réttri tækni án þess að sýna hana og stillt hinum þjálfurunum í réttar stellingar. Það var allveg nýtt fyrir mér að geta ekki sýnt tæknina þannig það var mjög gaman en samt krefjandi að gera. Eftir þessa æfingu þá fórum við og skoðuðum svæðið þar sem Vetrarólympíuleikarnir verða 2026, skemmtilegt að sjá svæðið og sjá hvar brautirnar munu liggja.
Annan daginn þá var byrjað á fyrirlestri um þjálfun kvenna á skíðum og hvernig tíðahringurinn hefur áhrif á líkamlegt ástand hjá konum svo var annar fyrirlestur þar sem var farið dýpra inn í hvernig áhrif tíðahringurinn hefur og þjálfun á konum þegar þær byrja að verða kynþroska þetta voru mjög fróðlegir og skemtilegir fyrirlestrar. Svo var einnig fyrirlestur um átröskun og áhrif átröskunnar, mjög fróðlegur og áhugaverður fyrirlestur. Svo eftir hádegi var fyrirlestur um þjálfun á krökkum undir 16 ára og hvernig er gott að skipta þeim upp eftir aldri. Á þeim fyrirlestri var farið í hvað er gott að einbeita sér að og á hvaða aldri er best að fókusa á hvaða parta af þjálfuninni, mjög áhugavert og skemmtilegt að sjá hvenær er mikilvægast að fókusa á hvaða atriði í þjálfuninni.
Á degi þrjú var byrjað á fyrirlestri um langtímaþjálfun og skipulag á skíðamanninum/konunni. Góður fyrirlestur og skemmtilegt að sjá hvernig þjálfunin er skipulögð. Eftir hádegi var hópnum skipt í tvennt og teknar tækniæfingar í annaðhvort skauti eða hefðbundinni aðferð. Ég fór í skauta hópinn og fórum við yfir hvernig hægt er að æfa tæknina á sumrin bæði á hjólaskíðum og án hjólaskíða. Þetta var góð æfing og mikið af æfingum sem ég hafði aldrei séð áður þannig það var mjög gaman að prófa þær.
Á fjórða degi var hópunum svissað þannig að þá fór minn hópur að æfa hefðbundna tækni bæði á hjólaskíðum og án hjólaskíða. Góð æfing og aftur voru nýjar æfingar sem ég hafði ekki séð áður sem voru mjög skemmtilegar að prófa og læra.
Þetta var bæði mjög fróðlegt og skemtilegt námskeið ég fékk helling í reynslubankann sem mun nýtast mér í framtíðinni við þjálfun á bæði krökkum fullorðnum og einnig fötluðum. "
Cross-Country Coaches Gain Valuable Insights at Val di Fiemme Education Camp
SKÍ vonar að þetta sé bara byrjunin á löngum og farsælum þjálfaraferli hjá þessum unga manni.
Eins er það ósk SKÍ að geta sent fleiri þjálfara á námskeið hjá FIS í öllum greinum.