Í dag fór fram svig kvenna og undankeppni í svigi karla á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Saalbach í Austurríki.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir tók þátt í sviginu í dag sem er lokagrein á mótinu. Hún hafði rásnúmer 74 og byrjaði mjög vel en skíðaði því miður út úr brautinni og hefur hún þá lokið keppni á heimsmeistaramótinu. Það var hin svissneska Camille Rast sem sigraði örugglega.
Sturla Snær Snorrason, Jón Erik Sigurðsson, Gauti Guðmundsson og Tobias Hansen tóku þátt í undankeppninni í sviginu í dag. Það eru aðeins þeir 25 bestu í undankeppninni sem komast áfram í lokakeppnina sem fram fer á morgun. Sturla Snær endaði í 13. sæti og Jón Erik 24. sæti af 138 sem hófu keppni frá 52 löndum og tryggðu þeir sér þar með sæti í lokakeppninni. Gauti Guðmundsson og Tobias Hansen náðu því miður ekki að klára fyrri ferðina.
Frá því að byrjað var að hafa undankeppnin á heimsmeistaramótinu vegna fjölda keppenda, þá hefur Ísland aldrei áður átt tvo keppendur í lokakeppninni, hvorki í svig né stórsvigi. Við eruð því mjög stolt af okkar mönnum og óskum þeim til hamingju með árangurinn. Við stefnum klárlega á að ná öllum fjórum inn á næsta heimsmeistaramóti.
Svig karla hefst síðan kl. 8:45 á íslenskum tíma og verður sýnt frá því í beinni á RÚV. Sturla Snær er með rásnúmer 70 og Jón Erik 72. Seinni ferðin hefst síðan kl.12:15.
Það verður spennandi að fylgjast með okkar mönnum á morgun.