Þriðja árið í röð blæs Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg til leiks með glæsilegu fjallaskíðamóti. Að auki verður tveggja daga dagskrá þar sem skíða- og útivistarfólk getur notið alls þess sem Siglufjörður og Tröllaskagi hafa uppá að bjóða. Svæðið býr að stórbrotinni náttúru, auk fegurð fjalla og fjarða býður Sigló upp á óþrjótandi möguleika til afþreyinga.
Eins og fyrr verða verðlaunin vegleg: þyrluskíðun, hótelgisting, skíðaútbúnaður og margt fleira.
Verð 15.000 kr. ef greitt er fyrir 1.apríl annars 18.000 kr.
Í ár verður í fyrsta sinn boðið uppá liðakeppni!
Verndari mótsins er Tómas Guðbjörnsson læknir og fjallageit.
Áhugasamir geta skráð sig á netfangið brynjah66@gmail.com - Sjá nánar á facebooksíðu mótsins og auglýsingu sem má nálgast hér.