Sturla Snær Snorrason og Jón Erik Sigurðsson með frábæran árangur á Ítalíu

Sturla Snær Snorrason, Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen tóku þátt í alþjóðlegu svigmóti í Tesido/Taisten á Ítalíu í dag. 

Sturla Snær skíðaði mjög vel og var með besta tímann eftir fyrri ferðina og átti svo einnig góða seinni ferð sem skilaði honum gullinu, en fyrir mótið fékk hann 23 FIS punkta sem eru hans bestu punktar í langan tíma. Jón Erik var með sjöunda besta tímann eftir fyrri ferðina en tók brautar tímann í þeirri seinni sem skilaði honum þriðja sætinu og 25 FIS punktum sem eru hans lang bestu punktar á ferlinum. Tobias var í 29. sæti eftir fyrri ferðina en var með níunda besta tímann í þeirri seinni og endaði í 27. sæti. Fyrir mótið fékk Tobias 48.06 FIS punkta sem eru hans bestu svig punktar á ferlinum. 

Úrslit

Gaman að sjá hvað gengur vel hjá strákunum okkar og óskar SKÍ þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Við sjáum meira af þeim á næstunni þar sem þeir taka allir þátt í Heimsmeistaramótinu í Saalbach í Austurríki, en RÚV mun sýna frá mótinu í beinni útsendinu.