Um helgina var keppt í stórsvigi í Hakadal í Noregi og voru nokkrir íslenskir keppendur meðal þátttakenda. Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, gerði tvö góð mót sem bæði eru bæting á heimslista en í dag er hann með 63.56 FIS punkta í stórsvigi. Þessi sami hópur mun keppa í dag og á morgun í Wyller sem er rétt utan við Osló í Noregi.
Laugardagur
Karlar
24.sæti - Sturla Snær Snorrason - 56.86 FIS punktar.
72.sæti - Kristinn Logi Auðunsson - 158.75 FIS punktar.
Björn Ásgeir Guðmundsson náði ekki að klára seinni ferðina.
Konur
44.sæti - Andrea Björk Birkisdóttir - 119.87 FIS punktar.
60.sæti - Gígja Björnsdóttir - 203.10 FIS punktar
Sunnudagur
Karlar
28.sæti - Sturla Snær Snorrason - 54.56 FIS punktar
78.sæti - Kristinn Logi Auðunsson - 123.67 FIS punktar
84.sæti - Björn Ásgeir Guðmundsson - 161.29 FIS punktar
Konur
48.sæti - Andrea Björk Birkisdóttir - 106.28 FIS punktar
57.sæti - Gígja Björnsdóttir - 197.22 FIS punktar
Heildarúrslit frá Hakadal má sjá hér.