Sturla Snær Snorrason. landsliðsmaður í alpagreinum úr Ármanni, hefur ákveðið að leggja keppnisskíðin á hilluna.
Undanfarin ár hefur Sturla Snær verið fremsti skíðamaður landsins í alpagreinum. Frá árinu 2016 hefur Sturla Snær orðið íslandsmeistari fjórum sinnum í svigi og tvisvar í stórsvigi, auk þess að eiga fjölmarga íslands- og bikarmeistaratitla í unglingaflokkum. Sturla Snær fór tvisvar á Ólympíuleikana, í PyeongChang, Kóreu árið 2018 og Beijing, Kína árið 2022. Frá árinu 2013 tók Sturla Snær þátt í fjórum heimsmeistaramótum fullorðinni auk þess að taka þátt á tveimur heimsmeistaramótum unglinga. Sturla Snær náði frábærum árangri í tvígang í undankeppni fyrir HM fullorðinna, annars vegar árið 2017 þegar hann náði 2.sæti í stórsvigi og hinsvegar árið 2021 þegar hann endaði í 4.sæti í sviginu.
Sturla Snær náði sínum bestu FIS stigum á FIS móti í Val Palot á Ítalíu þegar hann endaði í 3.sæti og fékk 17.79 FIS stig. Hann sigraði tvö alþjóðlega FIS mót á erlendri grundu og varð hann samanlagt tíu sinnum á verðlaunapalli á slíkum mótum.
Skíðasamband Íslands óskar Sturlu Snæ alls velfarnaðar í framtíðinni og þakkar um leið fyrir gott samstarf í gegnum árin.