Alpagreinar - Sturla Snær Snorrason, skíðamaður úr Ármanni, keppti á tveimur svigmótum á Evrópubikarmótinu í Jaun í Sviss um helgina.
Evrópubikarmót eru að jafnaði þau næst-sterkustu á heimsvísu og mótið því gríðarlega sterkt og var Sturla með rásnúmer 74 af 84 keppendum. Á Evrópubikarmótum komast aðeins 60 efstu keppendur eftir fyrri ferð áfram í seinni ferð.
Í fyrra mótinu náði Sturla 76. sæti, eftir fyrri ferðina, á tímanum 54.99 sem dugði ekki til að komast í seinni ferðina. Úrslitin úr mótinu má sjá nánar hér.
Í seinna mótinu náði Sturla 60. sæti eftir fyrri ferðina á tímanum 54.25 og þar með tryggði hann sér sæti í seinni ferðinni. Því miður náði hann ekki að klára seinni ferðina að þessu sinni. Úrslitin úr mótinu má sjá nánar hér.
Næstu verkefni hjá Sturlu eru ferð á tvö mót í Asíubikar (Far East Cup) sem fram fara í Yongpyong í Suður Kóreu dagana 6.-14 febrúar. Þar mun hann keppa á þremur svigmótum og þremur stórsvigsmótum. Fylgjast má með þeim mótum nánar hér og hér.