Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpageinum, tók þátt í svigmótum um helgina í Pass Thurn í Austurríki. Keppt var í tveimur svigmótum en Sturla Snær lauk ekki keppni í seinni ferð á mótinu sem fór fram í gær.
Í dag átti Sturla Snær frábært mót og endaði í 9.sæti og fékk 28.06 FIS stig sem er bæting á heimslista. Sturla Snær hóf leik nr.28 en ræst er eftir FIS stigum á heimslista og náði því að vinna sig upp um mörg sæti. Fyrri ferðin hans var frábær en eftir hana var hann í 6.sæti, einungis 0,52 sekúndum á eftir fyrsta keppanda. Í seinni ferðinni gerði hann smá mistök sem kostuðu hann þrjú sæti þegar upp var staðið.
Þrátt fyrir smá mistök eru þetta frábær úrslit og greinilegt að Sturla Snær ætlar sér stóra hluti í vetur eftir erfiðan síðasta vetur sökum meiðsla.
Hér má sjá öll úrslit frá Pass Thurn.
Sæti | Nafn | Árgerð | Þjóð | Fyrri ferð | Seinni ferð | Samtals | FIS stig |
1. | AMIEZ Steven | 1998 | FRA | 46.37 | 42.93 | 1:29.30 | 21.19 |
2. | OPETNIK Moritz | 1998 | AUT | 45.46 | 43.87 | +0.03 | 21.44 |
3. | MEKLAU Andreas | 1997 | AUT | 46.26 | 43.11 | +0.07 | 21.76 |
4. | ANNEWANTER Manuel | 1995 | AUT | 45.95 | 43.11 | +0.27 | 23.40 |
4. | BAUDIN Loic | 1997 | FRA | 45.88 | 43.69 | +0.27 | 23.40 |
6. | SORIO Francesco | 1997 | ITA | 46.41 | 43.46 | +0.57 | 25.85 |
7. | SCHRAGL Stefan | 1999 | AUT | 46.44 | 43.48 | +0.62 | 26.26 |
8. | HELL Damian | 1997 | ITA | 45.77 | 44.27 | +0.74 | 27.24 |
9. | SNORRASON Sturla Snaer | 1994 | ISL | 45.98 | 44.16 | +0.84 | 28.06 |
10. | LOPEZ Theo | 2000 | FRA | 46.62 | 43.62 | +0.94 | 28.87 |