Sturla Snær Snorrason og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, landsliðsfólk SKÍ kepptu í gær í svig í N-Ameríkubikar, sem fram fór í Nakiska í Kanada.
Sturla endaði í 20. sæti í mótinu sem gaf honum 45.19 FIS stig. Alls voru 120 keppendur skráðir í mótið og var hann með rásnúmer 47 í fyrri ferðinni en nr. 4 í seinni ferðinni. Virkilega gott mót hjá Sturlu, þó svo að hann hafi verið aðeins frá sínum besta árangri á heimslista FIS, þar sem hann er með 36.34 stig. Fyrir árangurinn hlaut hann einnig 11 stig í stigakeppni N-Ameríkubikarsins. Úrslit mótsins má sjá nánar hér.
Hólmfríður Dóra féll því miður úr keppni í fyrri ferðinni í gær. Úrslit mótsins má sjá nánar hér.
Þau Sturla og Hólmfríður keppa svo aftur í svigi á sama stað í dag.