Sturla Snær í 2. sæti í Rogla í Slóveníu

Sturla Snær Snorrason,  landsliðsmaður í alpagreinum,  var að keppa í Rogla í Slóveníu núna í morgun þar sem hann endaði í 2. sæti með 35.59 FIS stig. Með þessum árangri og 4. sætinu í undankeppninni á HM í Cortina á Ítalíu þar sem hann krækti sér í 27.96 FIS stig mun hann styrkja stöðu sína á heimslistanum.

 

Heildarúrslit má sjá hér

 

Á morgun keppir hann svo aftur í svigi í Rogla