Stórsvig karla á heimsmeistaramótinu í Saalbach í Austurríki

Marko landsliðsþjálfari, Jón Erik, Branko aðstoðarþjálfari og Gauti
Marko landsliðsþjálfari, Jón Erik, Branko aðstoðarþjálfari og Gauti

Í dag fór fram stórsvig karla á heimsmeistaramótinu í Saalbach í Austurríki og átti Ísland tvo keppendur. 

Þeir Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen komust áfram í lokakeppni mótsins þegar þeir urðu í 19. og 20. sæti í undankeppninni sem fór fram í gær. En aðeins 25 bestu komust áfram í lokakeppnina. Hvorugur þeirra náði að ljúka fyrri ferðinni og urðu því miður úr keppni.

Það urðu óvænt úrslit þegar hinn austurríski Ralphael Haaser sigraði en hann var með rásnúmer 22. Annar varð Thomas Tumler frá Sviss og í þriðja sæti varð Loic Meeillad einnig frá Sviss. 

Það er nýr dagur á morgun þegar Hólmfríður Dóra Friðgerisdóttir keppir í lokakeppninni í svigi með rásnúmer 74 og fjórir íslenskir strákar keppa í undankeppninni í svigi. Sturla Snær Snorrason er með rásnúmer 25, Jón Erik Sigurðsson 28, Gauti Guðmundsson 29 og Tobias Hansen 58. Til að eiga möguleika á að komast í undankeppnina verða þeir að vera með 25 bestu mönnum á morgun. 

Svig keppni kvenna verður sýnd í beinni á RÚV og byrjar fyrri ferðin kl: 8:45 og seinni ferðin kl: 12:15.

Undankeppni karla er hægt að horfa á hér