Í dag fór fram stórsvig kvenna og undankeppni karla í stórsvigi á Heimsmeistaramótinu í Saalbach í Austuríki,
Landsliðskonan okkar Hófí Dóra var með rásnúmer 59 og keyrði sig upp í 44. sæti í fyrri ferðinni af 109 sem störtuðu. Hún fékk mun betra rásnúmer í seinni ferðinni sem byrjaði vel, en því miður þá misstu hún annað skíðið í smá holu sem var í einni beygjunni og náði ekki að ljúka keppni. Brautin var mjög krefjandi og löng en það var hin ítalska Federica Brignone sem sigraði með yfirburðum.
Í undankeppninni í stórsvigi karla voru það þeir Gauti Guðmundsson, Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen sem tóku þátt.
Það eru aðeins 25 bestu úr undankeppninni sem vinna sér inn sæti í aðalkeppninni sem fram fer á morgun. Jón Erik endaði í 19. sæti og Tobias Hansen í 20. sæti og komumst þeir því báðir áfram í aðalkeppnina. Gauti fór því miður út úr brautinni og náði ekki að klára. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð i undankepnni frá því að hún var sett á laggirnar. Vel gert hjá okkar mönnum.
Skíðasambandið óskar þeim góðs gengis á stóra sviðinu á morgun.