Skíðasamband Íslands (SKÍ) leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sem hefur áhuga, getu og drifkraft til að leiða daglegan rekstur sambandsins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi þar sem reynir á frumkvæði, lausnamiðað viðhorf og ríka samskiptahæfni. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn SKÍ. Skrifstofa SKÍ og starfsstöð er staðsett á Akureyri.
Helstu verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Skíðasamband Íslands er samband héraðssambanda og íþróttabandalaga þeirra íþróttafélaga sem iðka, æfa og keppa í skíða- og snjóbrettaíþróttinni. Það hefur æðsta vald um sérgreinamálefni skíða- og snjóbrettaíþróttarinnar innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ.
Tilgangur SKÍ er að hafa yfirstjórn á málefnum skíða- og snjóbrettaíþróttarinnar á Íslandi og vinna að eflingu hennar, hafa yfirumsjón með framkvæmd og stuðla að góðri samvinnu aðildarfélaga. Gefa út reglur um keppnir, hafa yfirumsjón með framkvæmd þeirra og sjá um útgáfu keppnisleyfa.
Nánari upplýsingar um SKÍ má finna á www.ski.is
Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2022. Umsókn þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist starfi. Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225.
Hægt er að sækja um starfið hér.