Snorri Einarsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, keppti í dag í heimsbikarnum í Davos, Sviss. Heimsbikarmótaröðin er sú sterkasta í heimi og aðeins þeir allra bestu sem fá þátttökurétt. Keppni dagsins var 15 km ganga með frjálsri aðferð.
Snorri hóf leik nr. 11 í rásröðinni og byrjaði fyrstu 5 km nokkuð rólega. Næstu 10 km voru mun hraðari og endaði hann að lokum í 44.sæti og var rétt um tveimur mínútum á eftir sigurvegaranum, Simen Hefstad Krueger frá Noregi. Snorri fær 50.57 FIS stig sem er nokkuð frá hans heimsbikarstöðu en þar er hann með 33.80 FIS stig.
Heildarúrslit má sjá hér.
Þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið besta gangan hans Snorra á ferlinum var þetta virkilega góð ganga og vaxandi frammistaða frá síðasta móti í Ruka. Það er að vona að Snorri nálgist sitt allra besta form og komi ennþá sterkari til leiks á nýju ári. Næsta keppni hjá Snorra í heimsbikaranum verður ekki fyrr en 18.janúar í Novo Mesto í Tékklandi. Fram að því mun Snorri vera við æfingar hér heima og í Tékklandi, en þangað fer hann fyrir áramót.