Rétt í þessu kláraði Snorri Einarsson 15 km göngu með frjálsri aðferð í Beitostølen í Noregi. Mun betri aðstæður voru til keppni í dag en brautin var ekki jafn blaut og í gær. Snorri átti aftur magnaða göngu og endaði í 13.sæti og fékk 42.47 FIS punkta en í dag er hann með 46.61 FIS punkta á heimslista og því bæting. Heimslistinn er reiknaður þannig að meðaltalið af fimm bestu mótum á síðustu 12 mánuðum gilda og því kemur þetta mót til lækkunar á næsta heimslista.
Eins og undanfarin mót var Snorri öflugari eftir því sem leið á gönguna. Eftir 5 km var hann í 22.sæti en hafði unnið sig uppí það 15. eftir 10 km, að lokum endaði hann svo í 13.sæti. Sigurvegari dagsins var Didrik Tønseth eins og í mótinu í gær, stórstjarnan Petter Northaug, sem vann þrenn gullverðlaun á HM 2015, endaði í 15.sæti.
Hér má sjá úrslit dagsins í Beitostølen. Á morgun fer svo fram síðasta mótið og er það sprettganga.
Í gær hófst keppni í Bruksvallarna og þar eru Íslendingar við keppni. Í gær kepptu þau Albert Jónsson og Sólveig María Aspelund í göngu með frjálsri aðferð. Brynjar Leó Kristinsson hóf keppni en hætti vegna veikinda. Í dag kepptu svo fleiri Íslendingar en öll úrslit má sjá hér að neðan.
Bruksvallarna 18.nóv - 10 km frjáls aðferð
197. Albert Jónsson
Bruksvallarna 18.nóv - 5 km frjáls aðferð
95. Sólveig María Aspelund
Bruksvallarna 19.nóv - 10 km hefðbundin aðferð
64. Albert Jónsson
118. Dagur Benediktsson
119. Sigurður Arnar Hannesson
136. Arnar Ólafsson
142. Pétur Tryggvi Pétursson
Bruksvallarna 19.nóv - 10 km hefðbundin aðferð
68. Sólveig María Aspelund
Bruksvallarna 19.nóv - 5 km hefðbundin aðferð
55. Kristrún Guðnadóttir
Hér má sjá öll úrslit frá Bruksvallarna. Á morgun fer fram sprettganga í Bruksvallarna og verða þau öll með þar.