Snorri Einarsson keppir í 50 km göngu á HM í Planica á morgun, sunnudag 5. mars, sem er hans aðalgrein.
Þetta er lokagrein mótsins og sennilega síðasta keppni Snorra á heimsmeistaramóti og alþjóðlegu stórmóti á skíðum, en hann hefur keppt á alþjóðlegum mótum í hálfa annan áratug.
50 km gangan er ein sterkasta keppnisgrein Snorra, en hann hefur líka náð góðum árangri í öðrum keppnisgreinum á HM í ár. Hann varð 22. sæti í 15 km göngu, sem er hans næst besti árangur í þessari grein og í 28. sæti í 30 km skiptigöngu.
Snorri hefur best náð 18. sæti í 50 km göngu árið 2019 á HM í Seefeld í Austurríki sem er besti árangur Íslendings á HM til þessa í skíðagöngu.
Hægt er að fylgjast með keppninni bæði á heimasíðu FIS hér og þá verður RUV með beina útsendingu á RUV2 hér. Keppnin sjálf hefst kl. 11 að íslenskum tíma, en 12 að staðartíma í Slóveníu.